Umfangsmikil leit er hafin í Frakklandi að frönsku þjóðerniseinkennunum til að komast að niðurstöðu um hvað það er sem gerir hið franska jafn franskt og raun ber vitni.
Allir þekkja mannvirkin sem einkenna Frakkland en öðru máli gegnir um þjóðerniseinkennin. Nú hefur innflytjendamálaráðherra landsins hafið formlega umræðu um þetta og eins og vænta mátti sýnist sitt hverjum.
Ýmsir hafa lýst þeirri skoðun að um sé að ræða tilraun hægrimanna til að reyna að laða til sín kjósendur fyrir þingkosningar, sem verða á næsta ári. En almenningur getur látið sjónarmið sín í ljós á sérstakri vefsíðu, sem opnuð hefur verið. Eina skilyrðið er, að viðkomandi sé franskur, hvað sem í því felst.