Nottingham tapar milljarði á Íslandi

mbl.is

Borgin Notthingham í Englandi tapar líklega 5,67 milljónum punda á íslenska bankahruninu, jafnvirði 1.162 milljóna króna. Fyrir hrun hafði borgin sett 41,6 milljónir punda í viðskiptabankana þrjá þegar þeir hrundu. Nottingham er það sveitarfélag í Englandi sem fer næstverst út úr íslenska hruninu, var með 20% af öllum sínum fjárfestingum í íslensku bönkunum.

Í nýrri fjárhagsáætlun borgarinnar er gert ráð fyrir því að hún endurheimti 35,9 milljónir punda en 5,67 milljónir séu tapaðar. Tölurnar byggjast á því að að sveitarstjórnir fá stöðu forgangskröfuhafa hjá tveimur af íslensku bönkunum. Mögulega gætu þurft að fá samþykki fyrir þessu fyrir íslenskum dómstólum.

Samningaviðræður við gömlu bankana eru á hendi samtaka sveitarfélaga í Englandi, fyrir hönd Nottingham. ,,Okkar skilningur er sá að sveitarstjórnir muni fá töðu forgangskröfuhafa," er haft eftir fulltrúa samtakanna. Fái Nottingham-borg ekki slíka stöðu má reikna með því að tapið verði mun meira, hátt í tuttugu milljónir punda.

Greint er frá þessu í frétt á vefnum thisisnottingham.co.uk

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert