Fitch lækkar lánshæfi Írlands

Írskt lánshæfismat lækkað.
Írskt lánshæfismat lækkað. Reuters

Matsfyrirtækið Fitch lækkaði í dag lánshæfi Írlands úr AA+ í AA-, og er það talið endurspegla að hluta verulega hnignun í vergri landsframleiðslu landsins.

Í yfirlýsingu frá Fitch segir að lækkunin endurspegli alvarleika þess hve mikið landsframleiðsla Írlands hafi minnkað og verulega aukna skuldabyrði ríkisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert