Fyrsta tilfelli svínaflensu sem lyf virka ekki á

Birgðir bóluefnis við A(H1N1) veirunni.
Birgðir bóluefnis við A(H1N1) veirunni. HO

Tilkynnt var í dag í Hollandi um fyrsta þarlenda tilfelli inflúensunnar A(H1N1) sem svaraði ekki lyfjagjöf en sögðu jafnframt að ekki væri ástæða til að fyllast skelfingu yfir fréttunum.

Í yfirlýsingu frá hollenskum  heilbrigðisyfirvöldum kemur fram að sjúklingi með veruleg flensueinkenni, hafi verið gefið lyfið Tamiflu sem eigi að vinna bug á A(H1N1) veirunni með víruslyfinu oseltamivir sem er í flensulyfinu  Tamiflu. Lyfið hafi hins vegar ekki virkað og það sé í fyrsta sinn sem slíkt gerist í Hollandi. 

Talsmaður heilbrigðisyfirvalda segir ekki ástæðu til að óttast, þar sem sjúklingnum sé haldið í einangrun til að koma í veg fyrir að hið lyfjaþolna afbrigði svínaflensuveirunnar nái að dreifa sér.

Segir talsmaðurinn að alls hafi verið tilkynnt um 39 lyfjaþolin afbrigði A(H1N1) veirunnar til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO).

Í september varaði WHO við því að nota Tamiflu til að fyrirbyggja svínaflensuna, þar sem komið hefði í ljós að slíkt hefði verið gert í um helmingi þeirra tilfella þar sem A(H1N1) hefur reynst lyfjaþolin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert