Bretland yrði geldingur í Evrópusamstarfinu

Pierre Lellouche, ráðherra Frakklands í Evrópumálum. Óvíst er hvaða skilaboðum …
Pierre Lellouche, ráðherra Frakklands í Evrópumálum. Óvíst er hvaða skilaboðum hann er að koma á framfæri með þessu myndmáli.

Stefna breska íhaldsflokksins í Evrópumálum er „aumkunarverð" segir ráðherra í ríkisstjórn Frakklands, Pierre Lellouche. Stefnan myndi gera Bretland að geldingi í Evrópusamstarfinu að hans sögn.Greint er frá þessu á fréttavef BBC.

Þessi ummæli féllu þegar leitað var viðbragða hjá Lellouche við þeirri stefnu Davids Cameron að aldrei aftur skyldi vald flytjast frá Bretlandi til Brussel án þess að til þjóðaratkvæðagreiðslu kæmi. Ríkisstjórn Gordons Brown setti Lissabon-sáttmálann ekki í þjóðaratkvæði meðal Breta og fyrir það hefur Cameron gagnrýnt hann harðlega.

„Það er bara mjög sorglegt að sjá Bretland, sem er mjög mikilvægt í Evrópu, loka sig af frá umheiminum og detta út af radarnum," sagði Lellouche, sem er ráðherra Frakklands í Evrópumálum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert