Taílendingar hafa kallað heim sendiherra sinn í Kambódíu eftir að ríkisstjórn landsins skipaði hinn útlæga taílenska leiðtoga Thaksin Shinawatra sem sérstakan efnahagslegan ráðgjafa ríkisstjórnarinnar.
Forsætisráðherra Taílands, Abhisit Vejjajiva sagði að þessi ákvörðun væri fyrsta diplómatíska skrefið til að tjá hug Taílendinga. Thaksin var bolað frá völdum af hernum árið 2006 og í fyrra sakfelldu dómstólar í Taílandi hann fyrir spillingu, að honum fjarverandi.
Ríkissjónvarpið í Kambódíu fullyrti í dag að yfirvöld harðneituðu að draga ráðningu Thaksin til baka þar sem þau litu á hann sem fórnarlamb pólitískra ofsókna í heimalandi sínu. Forsætisráðherrann Abhisit sakar Taílendinga um óviðeigandi afskipti af innanríkismálum Kambódíu.
Nýlegar landamæradeilur Taílands og Kambódíu hafa orðið til þess að samskipti þjóðanna eru orðin stirðari.