Taíland og Kambódía deila

Hinn útlægi Thaksin Shinawatra er nú efnahagslegur ráðgjafi í Kambódíu
Hinn útlægi Thaksin Shinawatra er nú efnahagslegur ráðgjafi í Kambódíu Reuters

Taí­lend­ing­ar hafa kallað heim sendi­herra sinn í Kambódíu eft­ir að rík­is­stjórn lands­ins skipaði hinn út­læga taí­lenska leiðtoga Thaks­in Shinawatra sem sér­stak­an efna­hags­leg­an ráðgjafa rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

For­sæt­is­ráðherra Taí­lands, Abhisit Vejjaji­va sagði að þessi ákvörðun væri fyrsta diplóma­tíska skrefið til að tjá hug Taí­lend­inga. Thaks­in var bolað frá völd­um af hern­um árið 2006 og í fyrra sak­felldu dóm­stól­ar í Taílandi hann fyr­ir spill­ingu, að hon­um fjar­ver­andi. 

Rík­is­sjón­varpið í Kambódíu full­yrti í dag að yf­ir­völd harðneituðu að draga ráðningu Thaks­in til baka þar sem þau litu á hann sem fórn­ar­lamb póli­tískra of­sókna í heimalandi sínu. For­sæt­is­ráðherr­ann Abhisit sak­ar Taí­lend­inga um óviðeig­andi af­skipti af inn­an­rík­is­mál­um Kambódíu.

Ný­leg­ar landa­mæra­deil­ur Taí­lands og Kambódíu hafa orðið til þess að sam­skipti þjóðanna eru orðin stirðari.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert