Danskur blaðamaður týndur í Íran

Niels Krogsgård
Niels Krogsgård

Danskur blaðamaður er horfinn eftir óeirðirnar í Teheran, höfuðborg Írans, í vikunni. Hinn 31 árs gamli Niels Krogsgård hefur ekki sést síðan á miðvikudag, en leit stendur yfir. Danska utanríkisráðuneytið segir yfirvöld þar í landi hafa verið látin vita og þau séu að leita að Krogsgård.

Hann er lærður kennari og er í Íran að gera lokaverkefni í fjölmiðlafræði með samstarfsmanni sínum, hann hefur áður verið í læri hjá Berlingske Tidende, sem greinir frá þessu í dag.

Þegar Krogsgård mætti ekki í verkefni á miðvikudag lét félagi han, Henrik Fallesen, lýsa eftir honum. Einmitt á miðvikudag voru átök í borginni og mikil mótmæli stjórnarandstæðinga gegn ríkisstjórn Mahmouds Ahmadinejads og klerkaveldinu.

AFP fréttastofan greinir frá því í dag að fjórir blaðamenn hafi verið handteknir á miðvikudag, þegar óeirðirnar voru, fyrir að vera að segja fréttir af atburðunum, án þess að hafa til þess leyfi. Meðal annars voru einn japanskur, einn íranskur og tveir kandadískir blaðamenn handteknir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert