Brown vill samfélagssáttmála um bankana

Gordon Brown
Gordon Brown Stefan Wermuth

Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands kallar eftir „samfélagssáttmála“ við banka heimsins með það að leiðarljósi að gera þá ábyrgari gagnvart samfélaginu. Brown lét þau orð falla á G20 fundinum í Skotlandi í dag að ekki væri ásættanlegt að örfáir mökuðu krókinn af velgengni bankanna en þegar þeir féllu bæru allir byrðarnar.

Hann lagði til að stofnaður yrði nýr sjóður eyrnamerktur hjálparaðgerðum fyrir banka í framtíðinni sem mætti meðal annars safna í með álagningu á millifærslur. 

„Ég tel að við þurfum að ræða betur hvor þörf sé á efnahagslegum og samfélagslegum sáttmála sem myndi endurspegla ábyrgðina sem fjármálastofnanir bera gagnvart samfélaginu á heimsvísu,“ sagði Brown á fundi fjármálaráðherra G20 ríkjanna í St. Andrews. Hann sagði fjármálageirann svo mikilvægan að ríkisstjórnir hefðu ekkert val um annað en að grípa inn í þegar hann félli.

Hann lagði mikla áherslu á að grípa þyrfti til samstilltra aðgerða á heimsvísu til að endurbæta bankakerfið. „Bretland mun ekki fara af stað nema aðrir fylgi okkur eftir.“ Hann viðurkenndi að án efa væru slíkar endurbætur ýmsum vandkvæðu bundnar og útfærslan yrði ekki einföld, en það væri samt sem áður nauðsynlegt.  Að sögn BBC hafa hugmyndir hans um að leggja sérstaka skatta á millifærslur valdið hörð viðbrögð. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert