Enn deilt um heilbrigðismál Obama

Barack Obama
Barack Obama JIM YOUNG

Barack Obama Bandaríkjaforseti og stuðningsmenn hans fengu óvænta hjálp í dag þegar háttsettur andstæðingur þeirra úr röðum Repúblikanafokksins lýsti því yfir að baráttan gegn áætlunum demókrata í heilbrigðismálum væri töpuð. 

Repúblikaninn Mike Pence birti yfirlýsingu á heimasíðu sinni í dag þar sem hann fordæmdi að frumvarpið skyldi hafa verið samþykkt, mörgum klukkustundum áður en til stóð að kjósa um það.

„Ég er stoltur af því að repúblikanar hafi staðið með bandarískum almenningi gegn þessum breytingum,“ segir í yfirlýsingu Pence þar sem gefið var til kynna að þrátt fyrir allt hefði frumvarpið verið samþykkt. 

Obama hefur lagt mikla áherslu á að keyra frumvarpið í gegn en um það hafa staðið töluverðar deilur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka