Hátt settur félagi í Camorra mafíunni í Napólí á Ítalíu var handtekinn í dag í lúxusvillu í borginni, en hann hefur verið á flótta í 6 ár að sögn lögreglunnar á Ítalíu.
Mafíósinn, sem heitir Luigi Esposito og er 49 ára gamall, er talinn vera einn leiðtoga Nuvoletta klíkunnar og hefur verið eftirlýstur af lögreglu frá árinu 2003. Hann var dæmdur í 9 ára fangelsi árið 2006 fyrir eiturlyfjasmygl og tengsl við mafíuna og hefur verið á lista með 30 eftirlýstustu mönnum Ítalíu.
Lögreglumenn handtóki Esposito á heimili hans þar sem hann bjó undir fölsku nafni. Innanríkisráðherra Ítalíu hrósaði lögreglu í hástert fyrir handtökuna. Í gær sagði ráðherrann að 3.600 meðlimir mafíósar, þar af 15 af þeim 30 mest eftirlýstu, hefðu verið handteknir á þeim 18 mánuðum síðan núverandi ríkisstjórn Silvio Berlusconi var kosin.
Síðustu helgi handtók lögregla þrjá bræður sem grunaðir eru um að leiða Russo mafíuna í nágrenni Napólí.