Noregur leitar til WTO

Norðmenn eru ósáttir við bann ESB líkt og Kanadamenn.
Norðmenn eru ósáttir við bann ESB líkt og Kanadamenn. Brynjar Gauti

Norðmenn hafa líkt og Kan­ada­menn leitað til Alþjóðaviðskipta­stofn­un­ar­inn­ar (WTO) vegna inn­flutn­ings­banns Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB) á sela­af­urðum.

Græn­lenski frétta­vef­ur­inn  Sermitsiaq seg­ir að Jon­as Gahr Støre ut­an­rík­is­ráðherra Nor­egs hafi sagt s.l. fimmtu­dag að Nor­eg­ur hafi sent form­legt er­indi til WTO. Þar er WTO beðin um að skera úr um lög­mæti ákvörðunar 27 ESB landa að banna versl­un með sela­af­urðir. Bannið á að ganga í gildi í ág­úst 2010.

Í frétt­inni kem­ur m.a. fram að  Støre segi bannið brjóta í bága við viðskipta­regl­ur WTO. Hann seg­ir að Norðmenn muni ekki sætta sig við það. Kan­ada­menn tóki svipaða af­stöðu á mánu­dag­inn var.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert