Norðmenn hafa líkt og Kanadamenn leitað til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) vegna innflutningsbanns Evrópusambandsins (ESB) á selaafurðum.
Grænlenski fréttavefurinn Sermitsiaq segir að Jonas Gahr Støre utanríkisráðherra Noregs hafi sagt s.l. fimmtudag að Noregur hafi sent formlegt erindi til WTO. Þar er WTO beðin um að skera úr um lögmæti ákvörðunar 27 ESB landa að banna verslun með selaafurðir. Bannið á að ganga í gildi í ágúst 2010.
Í fréttinni kemur m.a. fram að Støre segi bannið brjóta í bága við viðskiptareglur WTO. Hann segir að Norðmenn muni ekki sætta sig við það. Kanadamenn tóki svipaða afstöðu á mánudaginn var.