Athygli Bandarísku alríkislögreglunnar FBI var vakin á Nidal Malik Hasan majór fyrir hálfu ári síðan. Hasan skaut 13 manns og særði 30 í Fort Hood herstöðinni. Hann var grunaður um að skrif á netinu þar sem sjálfsvígssprengjumönnum var líkt við hetjur sem kasta sér á sprengjur til að forða öðrum.
Hasan er heittrúaður múslimi og var ekki sáttur við bandaríska herinn sem hann þjónaði í. Hann lýsti Bandaríkjaher sem „árásaraðilanum“ í Írak og Afghanistan og barðist gegn því að vera sendur til Afghanistan, að því er kemur fram á fréttavefnum Telegraph í Bretlandi. Það vekur spurningar um hvort herinn hafi ekki séð viðvörunarmerkin sem hefðu getað forðað fjöldamorðinu.
Vitni segja að Hasan hafi hrópað „Allahu akbar“ þegar hann hóf skothríðina. Það er arabíska og þýðir „Guð er mikill“. Íslamskir sjálfsvígssprengjumenn hrópa þessi orð gjarnan þegar þeir fórna sér. Þeir sem rannsaka málið segja að ekkert bendi til þess að Hasan hafi verið á mála al Quaeda eða annarra öfgasamtaka.