Bíkiniganga í Suður-Afríku

00:00
00:00

Hátt í þrjú hundruð kon­ur í Jó­hann­es­ar­borg freistuðu þess um helg­ina að slá met með því að efna til fjöl­menn­ustu bík­inigöngu sög­unn­ar. Eins og sjá má á mynd­un­um ríkti mik­il gleði á strönd­inni. Mark­miðið var að vekja at­hygli á bar­átt­unni gegn brjóstakrabba­meini. Kon­un­um tókst ætl­un­ar­verk sitt.

Kon­urn­ar fylktu liði á hinni fjöl­förnu götu Mel­rose Arch Bou­lev­ard en gamla metið var sett í Banda­ríkj­un­um þegar 281 kona tók þátt í sam­bæri­legri konu.

Metið var naum­lega slegið því 287 kon­ur tóku nú þátt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert