Bíkiniganga í Suður-Afríku

Hátt í þrjú hundruð konur í Jóhannesarborg freistuðu þess um helgina að slá met með því að efna til fjölmennustu bíkinigöngu sögunnar. Eins og sjá má á myndunum ríkti mikil gleði á ströndinni. Markmiðið var að vekja athygli á baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Konunum tókst ætlunarverk sitt.

Konurnar fylktu liði á hinni fjölförnu götu Melrose Arch Boulevard en gamla metið var sett í Bandaríkjunum þegar 281 kona tók þátt í sambærilegri konu.

Metið var naumlega slegið því 287 konur tóku nú þátt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert