Faðir og börn fundust hengd

Faðir og tvö börn hans, 4 og 7 ára, fundust hengd á vinnustað mannsins í borginni Boulogne-sur-Mer við Ermarsund í Frakklandi í dag. Maðurinn lenti í deilu við konu sína og fór að heiman með börnin þeirra tvö. Konan hringdi í lögregluna aðfaranótt laugardags og lét vita að barnanna væri saknað.

Maðurinn vann við höfnina í Boulogne-sur-Mer í Pas-de-Calais deildinni. Lögreglan fann líkin þrjú í dag á vinnustað mannsins sem fyrr segir.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert