Rúmlega 8 af hverjum 10 Ítölum styðja að krossar séu áberandi í grunnskólum landsins, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakannanar sem birtar voru í dag. Fimm dagar eru liðnir síðan Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði að notkun krossanna bryti á mannréttindum.
Ítalskir stjórnmálamenn úr öllum flokkum fylktust bak kaþólsku kirkjunni og fordæmdu úrskurð dómstólsins. Forsætisráðherrann Silvio Berlusconi sagði hann óviðunandi.
Í könnuninni sem birt var frá í dag svöruðu 84% þátttakenda “já” við spurningunni “ættu krossar að hanga uppi í kennslustofum”. 14% svöruðu “Nei” og 2% sögðust ekki hafa skoðun á málinu. Af þeim sem sögðust fylgjandi krossunum sögðu 86% að þeir færu í messu “nokkrum sinnum á ári” og 93% sögðust sækja messu vikulega.
En jafnvel þeir sem aldrei sækja kirkju studdu krossanotkunina, því 68% þeirra Ítala sem segjast aldrei fara í messu voru fylgjandi krossum í skólum. Talið er að stór hluti Ítala líti krossinn first og fremst sem tákn fyrir menningu og hefðir þjóðarinnar fremur en sem trúartákn.
Upptök deilnanna voru þau að ítölsk móðir mótmælti því hversu krossar væru áberandi í skólum landsins. Hún sneri sér til Mannréttindadómstólsins eftir að ítalskur dómstóll dæmdi henna í óhag eftir áralangan málarekstur og lýsti því yfir að krossinn væri ekki síður tákn fyrir þjóðarsál Ítalíu en fyrir kaþólsku kirkjuna.
Mannréttindadómstóllinn komst hinsvegar að þeirri niðurstöðu að réttur foreldra til að ala born sín upp samkvæmt eigin trú og réttur barna til eigin trúar væri brotinn með því að hengja upp krossa í kennslustofum. Það gæti auk þess verið truflandi fyrir nemendur af öðrum trúarbrögðum og uppruna.