Kommunistavörur aftur í tísku

Klassískur Austur-Þýskur Trabant við landamæri Austurríkis og Ungverjalands
Klassískur Austur-Þýskur Trabant við landamæri Austurríkis og Ungverjalands HEINZ-PETER BADER

Austur-Evrópskar vörur sem áður voru víðar hafðar að skotspón hafa hlotið uppreisn æru nú þegar 20 ár eru liðin frá falli Berlínarmúrsins. Mikil eftirspurn er nú eftir minjagripum eins og til dæmis brjóstmyndum af Rúmenska leiðtoganum Nicolae Ceausescu og í Belgrad hafa kaffihús verið nefnd eftir bæði einræðisherranum Josip Broz Tito og jafnvel sovésku leyniþjónustunni KGB.

Margir sem tóku breytingunum í kjölfar falls Berlínarmúrsins fagnandi eru nú, tveimur áratugum síðar, haldnir fortíðarþrá og vilja mun frekar úða í sig Szerencsi súkkulaði heldur en Snickers, keyra um á Trabant, sem áður var algengasti bíllinn í Austur-Þýskalandi, og þvo þvott í handsnúnum Frania þvottavélum frá Póllandi.

Ekkert virðist vera of gamalt eða hallærislegt fyrir þá sem eru verst haldnir af fortíðarþránni og margir af yngri kynslóðinni eru líka forvitnir að kynnast því hvernig foreldra þeirra höfðu það á tímum kommúnismans. Margar Austur-Evrópskar matvælategundir hafa snúið aftur í framleiðslu  og notast þá við sömu umbúðirnar og sem á sínum tíma þóttu svo gamaldags og hallærislegar. “Sú tilhneiging hefur verið að þróast núna í mörg ár að endurvekja gamlar vörur frá kommúnistatímanum,” hefur AFP eftir rúmanska félagsfræðingum Mircea Kivu. “Þær láta okkur fyllast fortíðarþrá og minna okkur á æskuárin.”

Viljinn er mikill hjá mörgum til að finna rými fyrir vörur gamla tímans. Sem dæmi má nefna að þrátt fyrir að sjálfvirkar þvottavélar hafi tekið við seljast en um 40.000 handknúnar Frania velar á ári, þær kosta 100 evrur og margir bændur nota þær til að strokka smjör, þvo gulrætur og jafnvel brugga áfengi, fyrir utan hinn hefðbundna fataþvott.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert