Stjórnvöld í Kólumbíu segjast ætla fara fram á liðssinni Sameinuðu þjóðanna (SÞ) vegna stríðshættu eftir að Hugo Chavez, forseti Venezúela, skipaði herjum sínum að búa sig undir stríð.
Chavez skoraði jafnframt á almenna borgara að verja fósturjörðina. Vaxandi spenna er í samskiptunum við Kólumbíu, einkum eftir að kólumbísk stjórnvöld sömdu í júlí sl. um afnot Bandaríkjamanna af sjö herstöðvum í landinu.
„Við skulum ekki sóa degi í þágu megin markmiðs okkar, að undirbúa stríð og aðstoða þegnanna við búa sig undir átök, því það er skylda okkar allra,“ sagði forsetinn í vikulegu útvarps- og sjónvarsávarpi sínu „Alo, Presidente“.
Chavez hefur áður lýst yfir þungum áhyggjum umsvifum Bandaríkjastjórnar í nágrenninu en hann hvatti stúdenta, verkamenn og konur til að verja „heilaga fósturjörðina“.