Kínversk stjórnvöld hafa látið taka níu manns af lífi vegna þátttöku þeirra í mannskæðum óeirðum í Xinjiang-héraðinu í vesturhlut landsins í júlí sl.
"Fyrsti hópurinn, sem samanstóð af níu manns, voru nýlega dæmdir til dauða og hafa nú verið tekin af lífi með samþykki hæstaréttar landsins," er haft eftir Hou Hanmin, talsmanni stjórnvalda í Xinjiang. Ekki kom fram hvenær aftökurnar fóru fram.