Spáði falli múrsins á 21. öld

Stórum dómínókubbum hefur verið raðað upp framan við Brandenborgarhliðið í …
Stórum dómínókubbum hefur verið raðað upp framan við Brandenborgarhliðið í Berlin þar sem múrinn stóð. Reuters

Mikhaíl Gorbatsjof, fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna, sagðist í dag hafa búist við því að Berlínarmúrinn myndi falla en að það hafi komið sér og Helmut Kohl, þáverandi kanslari Vestur-Þýskalands, í opna skjöldu hve atburðarásin var hröð fyrir 20 árum þegar múrinn féll.

„Við Kohl kanslari héldum að þetta myndi gerast á 21. öld. Við erum ekki sérlega góðir spámenn," sagði Gorbatsjof í Berlín þar sem hann er viðstaddur hátíðarhöld í tilefni af því að 20 ár eru liðin frá falli Berlínarmúrsins.

„Við töluðum daglega um hvernig hægt væri að leysa þýska vandamálið - og síðan gerðist þetta 9. nóvember. Það var ljóst að þetta tímabil var á enda," sagði hann. 

Gorbatsjof var leiðtogi Sovétríkjanna þegar stjórnvöld í Austur-Þýskalandi létu undan þrýstingi friðsamlegra mótmælaaðgerða í landinu og leyfðu fólki að ferðast óhindrað til Vestur-Berlínar.  Ellefu mánuðum síðast voru Austur- og Vestur-Þýskaland sameinuð. 

Míkhaíl Gorbatsjof, Angela Merkel, kanslari Þýskalands og Lech Walesa, fyrrum …
Míkhaíl Gorbatsjof, Angela Merkel, kanslari Þýskalands og Lech Walesa, fyrrum forseti Póllands, með mynd sem sýnir fólk ganga yfir landamæri Austur- og Vestur-Þýskalands 9. nóvember 1989. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert