Kapítalisminn víða í vörn

00:00
00:00

Mik­il óánægja er með kapí­tal­ismann víða um heim nú þegar 20 ár eru liðin frá falli Berlín­ar­múrs­ins, ef marka má skoðana­könn­un sem birt var í gær.

Aðeins 11% aðspurðra í 27 lönd­um sögðust telja að frjálsa markaðshag­kerfið virkaði vel, en 51% taldi að hægt yrði að leysa vanda­mál kapí­tal­ism­ans með um­bót­um og meiri op­in­ber­um af­skipt­um.

Aðeins í Banda­ríkj­un­um (25%) og Pak­ist­an (21%) töldu fleiri en fimmt­ung­ur aðspurðra að kapí­tal­ism­inn virkaði vel í nú­ver­andi mynd, ef marka má könn­un­ina sem var gerð fyr­ir Heimsþjón­ustu BBC.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert