Mikil óánægja er með kapítalismann víða um heim nú þegar 20 ár eru liðin frá falli Berlínarmúrsins, ef marka má skoðanakönnun sem birt var í gær.
Aðeins 11% aðspurðra í 27 löndum sögðust telja að frjálsa markaðshagkerfið virkaði vel, en 51% taldi að hægt yrði að leysa vandamál kapítalismans með umbótum og meiri opinberum afskiptum.
Aðeins í Bandaríkjunum (25%) og Pakistan (21%) töldu fleiri en fimmtungur aðspurðra að kapítalisminn virkaði vel í núverandi mynd, ef marka má könnunina sem var gerð fyrir Heimsþjónustu BBC.