Allt á kafi í snjó í Peking

Frá Peking í morgun
Frá Peking í morgun Reuters

Gríðarleg snjókoma hefur valdið usla í Peking í Kína í dag. Var yfir 60 flugum aflýst og fresta þurfti um 120 flugum þar sem ekki var hægt að fljúga um flugvelli borgarinnar. Ekki hefur snjóað jafn mikið í borginni í 54 ár en þetta er þriðji dagurinn í nóvembermánuði sem snjókoma truflar samgöngur í Peking.

Tugir þúsunda ökutækja sátu föst á þjóðvegum við borgina. Þrjú börn létust í Hebei héraði og 28 slösuðust þegar þak á matsal í grunnskóla í héraðinu hrundi. 

Flugvellir í Hohhot, Lanzhou, Xi’an og Zhengzhou voru einnig lokaðir í dag, samkvæmt fréttum í kínversku sjónvarpi.

Á vef Bloomberg kemur fram að lestarferðir lágu nánast niðri í dag í Peking þar sem 16 sm jafnfallinn snjór var yfir járnbrautateinum. Í norður og norðausturhluta Kína snjóaði enn meira og í borginni Shijiazhuang í Hebei-héraði mældist jafnfallinn snjór vera 55 sm.

Frá Lishi í Shanxi héraði
Frá Lishi í Shanxi héraði Reuters
Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert