Hjólreiðabæklingur gagnrýndur

Kieran Doherty

Stjórn­end­ur bresku lög­regl­unn­ar hafa verið harðlega gagn­rýnd­ir fyr­ir að greiða gerð og út­gáfu á 93 blaðsíðna leiðbein­ing­um til handa bresk­um lög­reglu­mönn­um um notk­un reiðhjóla.

Í kennslu­bók bresku lög­regl­unn­ar um hjól­reiðar er lög­reglu­mönn­um m.a. kennt hvernig best sé að hjóla, hvernig bremsa eigi og hvernig best sé að halda jafn­væg­inu á hjóli.

Jafn­framt er les­end­ur ráðlagt að reyna ekki að ráðast til at­lögu við glæpa­menn meðan þeir séu enn á hjól­inu og kennt hvernig þeir eigi að beygja til hægri og vinstri ásamt því að líta yfir öxl­ina til að fylgj­ast með ann­arri um­ferð. Óein­kenn­is rann­sókn­ar­lög­reglu­mönn­um er ráðlagt að hjóla án hjálms til þess að vekja ekki á sér at­hygli, þó tekið sé sér­stak­lega fram að menn verði að vera sér meðvitaðir um hætt­una sem fel­ist í því að hjóla án hjálms.

Æðstu stjórn­end­ur lög­regl­unn­ar halda því nú fram að leiðbein­ing­arn­ar, sem þeir samþykktu, hafi ekki verið að fullu frá­gengn­ar og því hafi ekki rétt út­gáfa þeirra ratað til dag­blaðsins Sun sem birti þær.

Eft­ir því sem fram kem­ur í Sun fylltu upp­lýs­ing­arn­ar upp­haf­lega aðeins fjór­ar blaðsíður, en kostnaður­inn við gerð þeirra nam 1.000 pund­um.

„Ég er sann­færður um að leiðbein­ing­arn­ar séu góðar og gild­ar, en tel jafn­framt að hægt hefði verið að gera þetta með miklu mun ódýr­ari hætti,“ seg­ir Bor­is John­son, borg­ar­stjóri Lund­úna­borg­ar, sem er sjálf­ur mik­ill áhugamaður um hjól­reiðar og hef­ur reynt að auka vin­sæld­ir þessa ferðamáta í borg­inni.

„Þetta er fá­rán­leg tíma­eyðsla fyr­ir lög­regl­una og á fjár­mun­um skatt­greiðenda,“ seg­ir Mark Wallace, yf­ir­maður Sam­bandi skatt­greiðenda, sem hef­ur það að mark­miði að vekja berj­ast gegn mis­notk­un á al­manna­fé.

Dave Holla­day, hjá Fé­lagi hjól­reiðamanna, vís­ar á bug ásök­un­um þess efn­is að leiðbein­ing­arn­ar séu of lang­ar og ít­ar­lega.

„Mér finnst eðli­lega að leiðbein­ing­ar fyr­ir hjólandi lög­reglu­menn upp­lýsi þá um hvernig þeir eigi að beygja fyr­ir horn með sem ár­ang­urs­rík­ust­um hætti,“ seg­ir hann og bæt­ir við: „Alls staðar þar sem lög­reglu­menn fá þjálf­un í að hjóla er þeim sér­stak­lega kennt hvernig þeir eigi að kom­ast af baki,“ seg­ir hann og tek­ur fram að hjólandi lög­reglu­menn verði að vera öðrum hjól­reiðamönn­um til fyr­ir­mynd­ar í um­ferðinni.


mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka