Styttist í inngöngu Búlgaríu og Rúmeníu í Schengen

Alls eru 25 ríki í Schengen-samstarfinu
Alls eru 25 ríki í Schengen-samstarfinu Reuters

Búlgaría verður reiðubúin til þess að ganga í Schengen landamærasamstarfið í mars 2011, að sögn aðstoðarinnanríkisráðherra landins, Pavlin Dimitrov. Hann sagði að væntanlega muni Rúmenía ganga í Schengen á sama tíma.

Búlgaría hefur fengið 161 milljón evra úthlutað frá Evrópusambandinu til þess að uppfæra tölvukerfi sín í samræmi við kröfur Schengen.

25 ríki eru innan Schengen, flest ESB-ríkin fyrir utan Bretland og Írland auk Búlgaríu og Rúmeníu. Eins eru Ísland, Noregur og Sviss aðilar að Schengen.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert