Kínverjar munu fara fyrir aðgerðum alþjóðasamfélagsins gegn sjóránum við strendur Sómalíu. Talið er að kínverski sjóherinn vilji með þessu styrkja áhrif sín á svæðinu.
Sómalskir sjóræningjar rændu kínversku skipi á Indlandshafi í síðasta mánuði, en um borð var 25 manna kínversk áhöfn. Kínversk stjórnvöld hétu aðgerðum í kjölfar tíðindanna. Enda er mikið í húfi fyrir Kínverja þar sem fjölmörg kínversk skip sigla um svæðið á hverju ári.
Hingað til hefur kínverski sjóherinn verið einn við eftirlit í Adenflóa, en nú hyggst hann færa út kvíarnar og auka samstarf við önnur ríki í sjóræningjabaráttunni.
Sjóræningjarnir hafa gert sjófarendum lífið leitt á Indlandshafi. Kínverjar er nú þegar með fjögur herskip í Adenflóa, sem hafa séð til þess að um 1100 skip hafi komist klakklaust leiðar sinnar.