Leggst byggð af í Feneyjum?

Hundruð íbúa Feneyja tóku þátt í táknrænni athöfn í dag þar sem þeirri spurningu var velt upp hvort byggð væri að leggjast af í borginni.

Gondólar sigldu með tómar kistur, skreyttar með blómsveigum og tónlist Feneyja ómaði. Íbúum Feneyja fækkar stöðugt og eru þeir færri en 60 þúsund talsins.

Einn þeirra sem tók þátt í athöfninni í dag, Pierluigi Tamburrini, sagði við fréttamann AFP að fasteignaverð í Feneyjum væri tvöfalt á við það sem væri á meginlandinu.

Íbúar krefjast þess að borgaryfirvöld geri meira til þess að styðja við bakið á íbúum borgarinnar. Íbúarnir hafi fengið sig fullsadda af ferðamönnunum sem allt snúist um. Þeir vilji að borgin snúi sér að öðru en að reyna stöðugt að laða að fleiri ferðamenn og sinni íbúum borgarinnar.

Frá athöfninni í dag
Frá athöfninni í dag Reuters
Reuters
Reuters
Reuters
Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert