Obama í Singapúr

Barack Obama Bandaríkjaforseti
Barack Obama Bandaríkjaforseti Reuters

Barack Obama Bandaríkjaforset er kominn til Singapore, en þar mun hann sitja fund APEC, Efnahagsamtaka Asíu- og Kyrrahafsríkja. Bent hefur verið á að forsetinn reyni með ferð sinni að notfæra sér hrifninguna sem kjör hans hefur vakið um allan heim og reyni í kjölfarið að bæta samskiptin við Asíuríki.

Ron Kirk, fulltrúi forsetans á fundinum, segir að Bandaríkin vilji afnema viðskipta- og fjárfestingahindranir, en með þessu vilja þau stuðla að gegnsærra viðskiptakerfi á heimsvísu.

Obama, sem hefur verið að ferðast um Asíu, mun ljúka ferðalaginu í Kína og Suður-Kóreu. Hann hefur þegar heimsótt Japan og rætt við þarlenda leiðtoga, en Japan var fyrsti áfangastaður Asíuheimsóknar forsetans.

Obama segist vilja nánara samskipti við Asíuríki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert