Barack Obama Bandaríkjaforset er kominn til Singapore, en þar mun hann sitja fund APEC, Efnahagsamtaka Asíu- og Kyrrahafsríkja. Bent hefur verið á að forsetinn reyni með ferð sinni að notfæra sér hrifninguna sem kjör hans hefur vakið um allan heim og reyni í kjölfarið að bæta samskiptin við Asíuríki.
Ron Kirk, fulltrúi forsetans á fundinum, segir að Bandaríkin vilji afnema viðskipta- og fjárfestingahindranir, en með þessu vilja þau stuðla að gegnsærra viðskiptakerfi á heimsvísu.
Obama, sem hefur verið að ferðast um Asíu, mun ljúka ferðalaginu í Kína og Suður-Kóreu. Hann hefur þegar heimsótt Japan og rætt við þarlenda leiðtoga, en Japan var fyrsti áfangastaður Asíuheimsóknar forsetans.
Obama segist vilja nánara samskipti við Asíuríki.