Forseti Evrópuþingsins, Póverjinn Jerzy Buzek, lýsti yfir stuðningi við fyrrverandi forsætisráðherra Spánar, hægrimanninn Jose Maria Aznar í embætti forseta Evrópusambandsins. Buzek kallaði eftir yfirlýsingu frá Aznar um framboð.
„Ég veit ekki til þess að Aznar hafi áhuga á stöðu sem þessari eins og staðan er í dag en ég tel að það yrði gott við ESB ef hann skipti um skoðun og biði sig fram," sagði Buzek í viðtali við spænskt dagblað í dag.
Aznar var forsætisráðherra Spánar frá 1996 til ársins 2004 en hann er fyrrverandi formaður Lýðflokksins, PP. Flokkurinn laut lægra haldi fyrir Sósíalistaflokknum sem núverandi forsætisráðherra Spánar, Jose Luis Rodriguez Zapatero leiddi í kosningum 2004.
Forseti ESB verður valinn í Brussel þann 19. nóvember nk.