Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur komið í veg fyrir frekari myndbirtingar af misþyrmingum bandarískra hermanna á erlendum föngum.
Bandaríkjastjórn fór fram á það við Hæstarétt Bandaríkjanna í gær að myndbirtingarnar yrðu stöðvaðar.
Um er að ræða 40 ljósmyndir, en hluti þeirra af föngum sem bandarískir hermenn misþyrmdu í Afganistan og Írak.
Í síðasta mánuði veitti Bandaríkjaþing Gates völd til þess að koma í veg fyrir myndbirtingarnar, en samþykkt voru lög þess efnis sem Bandaríkjaforseti staðfesti með undirskrift sinni.
Talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins segir að bannið varði ljósmyndir sem verið sé að skoða í tengslum við rannsókn á meintum misþyrmingum á föngum erlendis, þ.e. frá 11. september 2001 til 22. janúar 2009.