Loftlagsmálin rædd í Singapúr

Leiðtogar Asíu- og Kyrrahafsríkjanna (APEC)ætla að vinna saman að því að ná metnaðarfullri niðurstöðu á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn um loftlagsmál. Þeir telja hins vegar ekki raunhæft að komast að sameiginlegri niðurstöðu fyrir fundinn sem verður haldinn í næsta mánuði. Þetta er meðal þess sem samþykkt var á leiðtogafundi APEC ríkjanna sem stendur yfir í Singapúr.

Leiðtogarnir því ekki alþjóðaáætlun um að dregið verði úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um helming um allan heim fyrir árið 2050, líkt og lagt var til að ríki heims myndu gera fyrir fundinn.

Þess í stað styðja þeir tillögu frá forsætisráðherra Danmerkur, Lars Løkke Rasmussen, sem kom til Singapúr um að viðræðum verði haldið áfram á fundinum í Kaupmannahöfn um nýja ályktun sem geti komið í stað Kyoto-bókunarinnar sem rennur úr árið 2012. Því sé Kaupmannafundurinn upphafspunktur á viðræðum ekki lokapunktur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert