Obama: Þolinmæðin á þrotum

Bandaríkjastjórn segir að Íranar séu að renna út á tíma að samþykkja kjarnorkusamkomulag. Barack Obama Bandaríkjaforseti og Dimítrí Medvedev, forseti Rússlands, ræddu um Íran þegar þeir hittust á fundi Efnahagsamtaka Asíu- og Kyrrahafsríkja.

Obama segir að hann sé að missa þolinmæðina gagnvart Írönum, sem hafi dregið lappirnar í málinu. 

Alþjóðasamfélagið reynir að sannfæra írönsk stjórnvöld um að hætta að auðga úran. Það lofar Írönum auknum viðskiptum og bættum pólitískum samskiptum verði þeir við kröfunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert