Bandaríkjastjórn segir að Íranar séu að renna út á tíma að samþykkja kjarnorkusamkomulag. Barack Obama Bandaríkjaforseti og Dimítrí Medvedev, forseti Rússlands, ræddu um Íran þegar þeir hittust á fundi Efnahagsamtaka Asíu- og Kyrrahafsríkja.
Obama segir að hann sé að missa þolinmæðina gagnvart Írönum, sem hafi dregið lappirnar í málinu.
Alþjóðasamfélagið reynir að sannfæra írönsk stjórnvöld um að hætta að auðga úran. Það lofar Írönum auknum viðskiptum og bættum pólitískum samskiptum verði þeir við kröfunni.