Að hneigja sig eða hneigja sig ekki

Barack Obama hneygir sig djúpt fyrir Akihito Japanskeisara.
Barack Obama hneygir sig djúpt fyrir Akihito Japanskeisara. Reuters

Mynd­ir, sem sýna Barack Obama, Banda­ríkja­for­seta hneigja sig djúpt fyr­ir Aki­hito Jap­ans­for­seta fyr­ir helg­ina, hafa vakið tals­vert upp­nám meðal gagn­rýn­enda for­set­ans heima­fyr­ir. Segja þeir að for­set­inn eigi ekki að beygja sig fyr­ir er­lend­um þjóðhöfðingj­um.

Obama er nú í ferð um Asíu en hann kom til Jap­ans á föstu­dag. Hneig­ing Obama fyr­ir Jap­an­skeis­ara var aðalum­ræðuefnið í mörg­um spjallþátt­um í banda­rísk­um sjón­varps­stöðum í gær og á bloggsíðum nets­ins og veltu menn því fyr­ir sér hvort for­set­inn hefði orðið sér og banda­rísku þjóðinni í heild til minnk­un­ar.  

„Ég skil ekki hvers vegna Obama for­seta fannst þetta vera viðeig­andi," sagði William Kristol í þætti í sjón­varps­stöðinni Fox í gær­kvöldi. „Kannski hélt for­set­inn að þetta myndi mæl­ast vel fyr­ir í Jap­an. En það er ekki við hæfi að banda­rísk­ur for­seti hneigi sig fyr­ir er­lend­um þjóðhöfðingja," sagði Kristol og bætti við að þetta end­ur­speglaði hvað Banda­rík­in væru orðin veik­b­urða und­ir stjórn Obama. 

Ann­ar íhaldsmaður, Bill Benn­ett, sagði í þætt­in­um State of the Uni­on á CNN: „Þetta er ljótt, ég vil ekki horfa á það. Við lút­um ekki keis­ur­um eða kóng­um."

Í sum­um þátt­um var einnig sýnd mynd af Dick Cheney, fyrr­ver­andi vara­for­seta Banda­ríkj­anna, sem heilsaði Jap­an­skeis­ara árið 2007 með handa­bandi en hneigði sig ekki.  Einnig var vísað til þess, að Obama hefði hneigt sig fyr­ir Abdullah kon­ungi Sádi-Ar­ab­íu á fundi G20 ríkja­anna í apríl.

Um­fjöll­un­in um hneig­ingu Obam­as var al­mennt nei­kvæð vest­an­hafs en nokkr­ir stjórn­mála­skýrend­ur tóku þó upp hansk­ann fyr­ir for­set­ann, þar á meðal Donna Brazile.

„Mér finnst þetta lýsa vel­vilja," sagði hún við CNN og bætti við að hneig­ing­unni virt­ist ætlað að sýna fram á vel­vilja tveggja þjóða sem virða hvor aðra.

Þá sagði ónafn­greind­ur emb­ætt­ismaður, að Obama hefði aðeins verið að fylgja siðaregl­um.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert