Engin bindandi takmörk á losun

Reykjarbólstrar frá iðnveri í Shenyang í norðaustanverðu Kína.
Reykjarbólstrar frá iðnveri í Shenyang í norðaustanverðu Kína. Reuters

Ekki mun tak­ast á semja á vænt­an­leg­um lofts­lags­fundi í Kaup­manna­höfn um bind­andi tak­mörk á los­un kol­díoxíðs, eins og stefnt var að. Leiðtog­ar APEC, Efna­hags­sam­taka ríkja við Kyrra­haf um helg­ina felldu niður ákvæði sem var í drög­um að loka­yf­ir­lýs­ingu um að minnka los­un um helm­ing fyr­ir 2050.

 Fund­ur Sam­einuðu þjóðanna um lofts­lags­mál verður í des­em­ber og var stefnt að því að taka þar upp þráðinn frá því Kyoto-sátt­mál­inn gegn los­un gróður­húsalof­teg­unda var samþykkt­ur. Banda­ríkja­menn hafa neitað að samþykkja bind­andi tak­mörk­un nema Kína, Ind­land og önn­ur þriðjaheims­ríki, sem losa mikið af efn­inu í and­rúms­loftið, taki þátt í aðgerðinni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert