Obama kominn til Peking

00:00
00:00

Barack Obama, Banda­ríkja­for­seti, kom í dag til Pek­ing, höfuðborg­ar Kína, þar sem hann mun eiga viðræður við kín­verska ráðamenn. Obama var fyrr í dag í Shang­hai þar sem hann átti m.a. op­inn fund með náms­mönn­um.  

Xi Jin­ping, vara­for­seti Kína, tók á móti Obama á flug­vell­in­um í Pek­ing en al­mennt er bú­ist við að Xi taki við af Hu Ji­anto, for­seta, árið 2012. 

Obama mun sitja kvöld­verð í boði Hu síðar í dag. Þeir munu síðan eiga viðræður á morg­un.   

Xi Jinping og Barack Obama á flugvellinum í Peking.
Xi Jin­ping og Barack Obama á flug­vell­in­um í Pek­ing. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert