Kínverjar skora á Bandaríkjamenn að hverfa frá verndarstefnu

Obama og Hu í Höll alþýðunnar í Peking í dag.
Obama og Hu í Höll alþýðunnar í Peking í dag. reuters

Hu Jintao forseti Kína sagði á blaðamannafundi með Barack Obama Bandaríkjaforseta í Höll alþýðunnar í Peking, að löndin tvö yrðu að víkja sér hjá því að beita verndarstefnu á sviði viðskipta og verslunar.

Hu sagði að Bandaríkjamenn og Kínverjar myndu eiga með sér samstarf og viðræður með það að markmiði að leysa allan ágreining sinni á þessu sviði.

Obama er nú í heimsókn til Kína og báðir forsetarnir sögðust sammála um aðgerðir í loftslagsmálum og nauðsyn þess að draga úr kjarnorkuvá á Kóreuskaga.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert