Segir Strauss-Kahn ekki fara með rétt mál

Dominique Strauss-Kahn.
Dominique Strauss-Kahn. Reuters

Roger Schjerve, ráðuneytisstjóri í norska fjármálaráðuneytinu, segir að Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hafi ekki sagt rétt frá varðandi það að Norðurlöndin hafi sett það sem skilyrði að Íslendingar leystu Icesave-deiluna áður en þau samþykktu að veita Íslendingum lán.

ABC Nyheter sendi norska og sænska fjármálaráðuneytinu spurningar varðandi svör Strauss-Kahn til Gunnars Sigurðssonar leikstjóra, sem bauð framkvæmdastjóranum til landsins fyrir hönd þeirra sem hafa staðið að opnum borgarafundum.

Schjerve segir að ummæli framkvæmdastjórans séu ekki rétt.

Fjölmiðlafulltrúi sænska fjármálaráðuneytisins, Anna Charlotta Johansson, tekur hins vegar í annan streng. Hún segir að þessu hafi Norðurlandaþjóðirnar haldið fram frá upphafi, þ.e. frá því þau gáfu vilyrði fyrir lánveitingunni.

Schjerve segir hins vegar að lausn Icesave-deilunnar hafi ekki verið krafa Norðurlandanna. Hann segir að Norðurlöndin hafi ávallt gengið að því sem vísu að Íslendingar vilji standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar.

Frétt ABC Nyheter.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert