Kolefnisjöfnun virkar öfugt

Bandaríska ferðaskrifstofan Responsible Travel hefur boðið flugfarþegum sem hafa áhyggjur af losun koldíoxíðs að kolefnisjafna, þ. e. greiða hærra verð. Aukagjaldið rennur til aðgerða gegn gróðurhúsaáhrifum. En nú hefur fyrirtækið lagt þetta tilboð á hilluna, að sögn The New York Times.

Fyrirtækið segir að þótt þetta fyrirkomulag geti fengið farþega til að halda þeir séu betra fólk fyrir vikið dragi það ekki úr losun koldíoxíðs. Í reynd geti það jafnvel ýtt undir ferðalög og neyslu.  ,,Kolefnisjöfnun er orðin töfrapillan, eins konar skilríki til að sleppa úr fangelsinu," segir  Justin Francis, forstjóri Responsible Travel. Jöfnunin minnki líkur á að fólk grípi til árangursríkari aðgerða, til dæmis að ferðast minna með flugi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert