Milljarður býr í Afríku

Fjölgunin er mest í Nígeríu og Úganda. Hér sjást konur …
Fjölgunin er mest í Nígeríu og Úganda. Hér sjást konur að störfum í Nígeríu. Reuters

Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNPF) segir að íbúar Afríku séu nú yfir einn milljarður talsins. Þetta kemur fram í skýrslu. Thoraya Obeid, framkvæmdastjóri UNPF, segir í samtali við breska ríkisútvarpið að íbúafjöldi álfunnar hafi tvöfaldast á 27 árum.

Hún segir að íbúum fjölgi ört í öllum Afríkuríkjum og stór hluti íbúanna sé ungt fólk. Vöxturinn sé mestur í Nígeríu og Úganda. 

„Íbúafjölgun í Afríku hefur verið hröð því þar hefur stór hluti kvenna  engar getnaðarvarnir,“ segir Thoraya Obeid.

Samkvæmt skýrslu UNPF eru jarðarbúar 6,8 milljarðar talsins.

Búist er við því að íbúar Afríku verði orðnir 1,9 milljarðar árið 2050.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert