Tvítug kona grýtt til dauða

Frá Sómalíu. Myndin er úr safni.
Frá Sómalíu. Myndin er úr safni. Reuters

Íslamistar í Sómalíu grýttu tvítuga fráskilda konu til bana, sem var sökuð um hjúskaparbrot. Um 200 manns fylgdust með því þegar mennirnir köstuðu grjóti í konuna.

Dómari, sem starfar fyrir uppreisnarsamtökin al-Shabab, segir að konan hafi haldið fram  hjá með ógiftum 29 ára gömlum karlmanni.

Hún eignaðist andvana barn og var fundin sek um framhjáhald. Kærasti hennar fékk 100 vandarhögg í refsingu.

Fram kemur á fréttavef BBC að talið sé að þetta sé í annað sinn sem al-Shabab grýtir konu til bana. Samtökin stjórna stórum svæðum á suðurhluta Sómalíu. Þar hafa þeir innleitt afar ströng íslömsk lög, sem margir Sómalar eru óánægðir með.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert