Barist um forsetaembætti ESB

Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna 27 kom saman í Brussel í dag en velja á fyrsta forseta sambandsins. Skiptar skoðanir eru meðal ríkjanna hver sé hæfastur til að gegna starfinu. Þjóðverjar og Frakkar eru sagðir ætla að styðja forsætisráðherra Belgíu, Herman van Rompuy, en Þjóðverjar hafa ekki  viljað lýsa því opinberlega yfir, samkvæmt frétt BBC.

Fyrrum forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, hefur einnig verið nefndur en ekki er talið líklegt að hann verði fyrir valinu.

Leiðtogarnir munu snæða kvöldverð saman í kvöld og verður síðan fundað um hver sé framtíðarleiðtogi sambandsins.

Forsetaembættið verður til með staðfestingu Lissabon-sáttmálans en í honum er gert ráð fyrir að forsetinn sitji í 2,5 ár og eigi svo kost á öðru, jafn löngu kjörtímabili.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert