Tjaldbúðir fyrir flóttamenn í miðborg Brussel

Tjaldbúðum hefur verið komið upp í miðborg Brussel þar sem fimmtíu hælisneytendur búa á meðan þeir bíða eftir að fá niðurstöðu í sín mál. Ekki eru næg rúm fyrir alla og það eru frjáls félagasamtök sem gefa fólkinu að borða og lyf þar sem hvorki er boðið upp á mat né rafmagn eða rennandi vatn í flóttamannabúðunum.

Líkt og önnur ríki Evrópusambandsins ber Belgíu ábyrgð til að veita flóttamönnum húsaskjól. En vegna efnahagskreppunnar þá hafa stjórnvöld stórlega dregið úr fjárframlögum til mannúðarmála. Flestir þeirra sem sækja um hæli í Belgíu koma frá Afganistan og Íran.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert