Breska barónessan Catherine Ashton var í dag útnefnd nýr yfirmaður utanríkismála hjá Evrópusambandinu, á fundi leitoga Evrópuríkja í Brüssel. „Það er búið að velja frú Ashton,“ sagði heimildarmaður við AFP fréttastofuna.
Í dag var einnig ákveðið að forsætisráðherra Belgíu, Herman Van Rompuy, yrði nýr forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, eiginlegur forseti Evrópusambandsins. Hann sagði eftir þessa niðurstöðu, að Evrópa verði að gegna mikilvægu hlutverki í heiminum.
Catherine Ashton tekur við embættinu af Spánverjanum Javier Solana, en embættið fær nú aukin völd, meiri fjárumráð og meiri mannaforráð. Hún verður einnig varaforseti framkvæmdastjórnarinnar.