Herman Van Rompuy forseti ESB

Breska barónessan Catherine Ashton var í dag útnefnd nýr yfirmaður utanríkismála hjá Evrópusambandinu, á fundi leitoga Evrópuríkja í Brüssel. „Það er búið að velja frú Ashton,“ sagði heimildarmaður við AFP fréttastofuna.

Í dag var einnig ákveðið að forsætisráðherra Belgíu, Herman Van Rompuy, yrði nýr forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, eiginlegur forseti Evrópusambandsins. Hann sagði eftir þessa niðurstöðu, að Evrópa verði að gegna mikilvægu hlutverki í heiminum.

Catherine Ashton tekur við embættinu af Spánverjanum Javier Solana, en embættið fær nú aukin völd, meiri fjárumráð og meiri mannaforráð. Hún verður einnig varaforseti framkvæmdastjórnarinnar.

Herman Van Rompuy, fyrsti forseti Evrópusambandsins.
Herman Van Rompuy, fyrsti forseti Evrópusambandsins. OMAR SOBHANI
Catherine Ashton, nýr utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, ásamt José Manuel Barroso, forseta …
Catherine Ashton, nýr utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, ásamt José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Reuters
Herman Van Rompuy, forsætisráðherra Belgíu, var í dag skipaður forseti …
Herman Van Rompuy, forsætisráðherra Belgíu, var í dag skipaður forseti framkvæmdastjórnar ESB. YVES HERMAN
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert