Myrtu fólk og seldu vefi í fegurðarlyf

Lögreglumaður að störfum í Callao í Perú.
Lögreglumaður að störfum í Callao í Perú.

Fjórir hafa verið handteknir í  Perú, grunaðir um að hafa myrt tugi manna með það í huga að selja fitu og aðra vefi úr fólkinu til notkunar í framleiðslu fegurðarlyfja í Evrópulöndum, að sögn BBC.  Talið er að glæpahópurinn hafi setið fyrir fólkinu á afskekktum vegum, lofað því vinnu en síðan myrt fórnarlömbin og fengið 15.000 dollara fyrir hvern lítra af vefjunum.

Lögreglan segir að fórnarlömbin á umræddu svæði geti verið allt að sextíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert