Skaut fjóra til bana

Að minnsta kosti fimm manns létu lífið þegar karlmaður hóf skothríð á Kyrrahafseyjunni Saipan í morgun. Maðurinn skaut fjóra heimamenn til bana og síðan sjálfan sig.

Maðurinn skaut einnig á hóp kóreskra ferðamanna og særði átta þeirra.

Saipan er ein af svonefndum Norður-Mariana eyjum í Kyrrahafi. Samveldi Norður-Marianaeyja tengjast Bandaríkjunum pólitískt. Um 63 þúsund manns búa á Saipan og aðalatvinnuvegurinn er ferðaþjónusta. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert