Idi Amin var ekki svo slæmur

Hugo Chávez, forseti Venesúela, er vinur vina sinna.
Hugo Chávez, forseti Venesúela, er vinur vina sinna. JORGE SILVA

For­seti Venesúela, Hugo Chá­vez, hef­ur nú tekið upp hansk­ann fyr­ir morðingj­ann „Car­los sjakala" og all­nokkra þjóðarleiðtoga sem hann seg­ir að séu rang­lega ásakaðir um að vera „vondu gaur­arn­ir". Þar átti hann við Robert Muga­be, Mahmoud Ahma­dinejad og Idi heit­inn Amin.

Greint er frá þessu á frétta­vef BBC.

Sjakal­inn svo­kallaði heit­ir réttu nafni Ilich Ramirez Sanchez og var hand­tek­inn í Súd­an árið 1994. Eft­ir það var hann sak­felld­ur fyr­ir að hafa myrt tvo franska leyniþjón­ustu­menn og einn upp­ljóstr­ara árið 1975. Hann var einnig tal­inn hafa staðið fyr­ir sprengju­árás­um, leigu­morðum og gíslatök­um. Hann afplán­ar nú lífstíðarfang­elsi.

Í ræðu sem Chá­vez hélt í Caracas í gær sagðist hann verja Sjakalann. „Það skipt­ir mig engu hvað þeir segja í Evr­ópu á morg­un," sagði Chá­vez. Hann sagði Car­los vera mik­il­væg­an bar­áttu­mann bylt­ing­ar­inn­ar. Hann hefði verið dæmd­ur við órétt­lát rétt­ar­höld og sagði að hann væri einni mesti bar­áttumaður PLO. Chá­vez hef­ur áður sagt Car­los vera vin sinn og er sagður hafa átt í bréfa­sam­skipt­um við hann.

Í ræðunni lýsti hann einnig Ahma­dinejad Írans­for­seta og Muga­be Zimba­bwefor­seta sem bræðrum sín­um. Um Amin, fyrr­ver­andi for­seta Ug­anda, sagði hann: „Við héld­um að hann væri mannæta. Ég skal ekki segja, kannski var hann stór­kost­leg­ur þjóðern­is­sinni, föður­lands­vin­ur."

Idi Amin komst til valda í Úganda árið 1971 og er talið að um 300.000 manns hafi verið drepn­ir á þeim átta árum sem hann var við völd.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert