Mikil vatnsflóð eru á Íralandi líkt á á Englandi eftir gríðarlega úrkomu síðustu daga. Spáð er meiri rigningu í dag bæði á Írlandi og norðvesturhluta Englands þar sem ástandið er verst.
Eru þetta sögð mestu flóð, sem orðið hafi á Írlandi í 800 ár. Ár hafa flætt yfir bakka sína og víða er vatns- og rafmagnslaust. Þannig eru um 18 þúsund fjölskyldur í Cork, næststærstu borg landsins, án drykkjarvatns.
Brian Cowen, forsætisráðherra, sagði eftir neyðarfund ríkisstjórnar landsins, að mikilvægast væri að flytja fólk frá hættusvæðunum og koma á ný á rafmagni.
Á flóðasvæðunum í Cumbriuhéraði á norðvesturhluta Englands ástandið enn alvarlegt. Óttast er að brýr hafi veikst vegna vatnsflaumsins og verður ástand um 1800 brúa kannað í dag.
Einn maður lést í róðrarslysi í Devon á suðurströnd Englands. Svo virðist sem maðurinn hafi lokast inni vegna trjáa sem fallið höfðu í á af völdum óveðurs. Maðurinn mun hafa ofklæst. Tveir aðrir voru fluttir á sjúkrahús með þyrlum.