Rúmlega tvítugur fjársvikari frá Nígeríu sem gaf mestan hluta ránsfengsins sem tíund til kirkju í höfuðborginni Lagos, hefur nú verið handtekinn.
Maðurinn sveik um 97.000 bandaríkjadali, nær tólf milljónir króna, út úr grunlausum Þjóðverjum og Bandaríkjamönnum á internetinu. Hann fullvissaði talsmenn kirkjunnar, sem fékk peningana að gjöf, um að þeir væru löglega fengnir, þegar kirkjunnar menn lýstu efasemdum vegna örlætis mannsins.
Kona, sem var eitt fórnarlamba mannsins, sagði bankastarfsmönnum sem sáu um millifærslur að hún hefði kynnst honum á netinu og hann hefði ætlað að stofnað fyrirtæki.
Nígeríusvindlarinn, sem kynnti sig fyrir fórnarlömbum sínum sem Jerry Finger, bresk bandarískur maður sem ynni að verkefnum í Nígeríu, lofaði að hann myndi endurgreiða um leið og hann sjálfur fengi greitt fyrir verkefni sín.