Héraðsdómur í Álaborg í Danmörku hefur dæmt sex unga karlmenn í 20-40 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að kvelja og drepa naggrís og taka myndir af drápinu á farsíma.
Piltarnir, sem eru á aldrinum 17-21 árs, kveiktu meðal annars í dýrinu og drápu það síðan með golfkylfu. Auk fangelsisdómsins voru fimm þeirra dæmdir til að greiða þúsund krónur danskar í sekt.
Saksóknari krafðist þess að piltarnir yrðu dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi og að sögn danskra fjölmiðla íhugar hann nú að áfrýja dómnum til landsréttar.