Farmiðarnir hækkuðu um 77%

Farmiðarnir hækkuðu mjög með gengishruninu.
Farmiðarnir hækkuðu mjög með gengishruninu.

Norðmaður sem keypti farmiða hjá Icelandair fyrir um ári síðan fékk skell við gengishrun íslensku krónunnar og kvartaði til klögunefndar norsku bankanna. Nefndin benti manninum á að gengissveiflur geti einnig komið viðskiptavinum til góða.

Norðmaðurinn keypti sex flugmiða á vefnum icelandair.is og gerði kaupin í íslenskum krónum. Hann greiddi farmiðana með kreditkorti. Þegar hann gekk frá kaupunum kostuðu miðarnir sem samsvaraði 15.500 norskum krónum, að því er segir í frétt Aftenposten. 

Þegar upphæðin var dregin út af kortareikningnum sex dögum síðar hafði gengi íslensku krónunnar sokkið svo að verðið samsvaraði 27.370 norskum krónum eða um 77% meira en maðurinn reiknaði í upphafi með.

Kvörtunarnefndin, sem maðurinn sendi erindi, benti á skilmála greiðslukortsins þar sem fram kæmi að miðað væri við gildandi gengisskráningu útreikningsdags en ekki kaupdagsins þegar erlendar kortafærslur væru færðar í norskar krónur. Þá benti nefndin manninum á að gengissveiflur gætu einnig komið viðskiptavinum til góða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert