Meira en 60 þjóðaleiðtogar mæta

Í Kaupmannahöfn á að ræða gerð nýs loftslagssáttmála þjóða heims …
Í Kaupmannahöfn á að ræða gerð nýs loftslagssáttmála þjóða heims til að draga úr mengun. Reuters

Æðstu forystumenn meira en 60 ríkja hafa staðfest komu sína á loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn í desember. Þetta hefur styrkt vonir manna um að mikilvægur árangur náist á fundinum, að sögn fréttavefjar BBC.

Menn hafa haft nokkrar áhyggjur af því að fundurinn muni ekki skila markverðri niðurstöðu. Nú er talið að þegar svo margir forsetar, forsætisráðherrar og aðrir leiðtogar koma saman hljóti að nást niðurstaða. Venjulega sækja umhverfisráðherrar ríkja hina árlegu loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna.

Sendinefndir frá 192 ríkjum hafa boðað komu sína til fundarins í Kaupmannahöfn. Þar er stefnt að gerð nýs alþjóðlegs loftslagssáttmála sem komi í stað Kyoto sáttmálans frá 1997.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert