Fjölskylda Brasilíumannsins Jean Charles de Menezes, sem lögregla í Lundúnum skaut til bana í júlí 2005, segist hafa náð samkomulagi við lögregluna um bætur.
Menezes, sem var 27 ára, var skotinn til bana við neðanjarðarlestarstöð í Lundúnum í júlí 2005. Mikill viðbúnaður var þá í borginni vegna sprengjuárása, sem gerðar voru á neðanjarðarlestir og strætisvagn í borginni. Taldi lögreglan að Menezes væri hryðjuverkamaður.
Í yfirlýsingu segir fjölskylda Menezes, að fallið hafi verið frá frekari málssókn gegn Scotland Yard.