Sömdu við Lundúnalögreglu um bætur

Jean Charles de Menezes.
Jean Charles de Menezes. Reuters

Fjöl­skylda Bras­il­íu­manns­ins Jean Char­les de Menezes, sem lög­regla í Lund­ún­um skaut til bana í júlí 2005, seg­ist hafa náð sam­komu­lagi við lög­regl­una um bæt­ur.

Menezes, sem var 27 ára, var skot­inn til bana við neðanj­arðarlest­ar­stöð í Lund­ún­um í júlí 2005. Mik­ill viðbúnaður var þá í borg­inni vegna sprengju­árása, sem gerðar voru á neðanj­arðarlest­ir og stræt­is­vagn í borg­inni. Taldi lög­regl­an að Menezes væri hryðju­verkamaður.  

Í yf­ir­lýs­ingu seg­ir fjöl­skylda Menezes, að fallið hafi verið frá frek­ari máls­sókn gegn Scot­land Yard.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka